Um okkur

Lögmannsstofan var stofnuð af Gesti Jónssyni árið 1975.
Stofan er nú í eigu Gunnars Jónssonar (frá 1992), Harðar Felix Harðarsonar (frá 2001), Einars Þórs Sverrissonar (frá 2005), Gísla Guðna Hall (frá 2006), Geirs Gestssonar (frá 2008), Almars Þórs Möller (frá 2016) og Hilmars Gunnarssonar (frá 2016).

Á stofunni starfa þrír löglærðir fulltrúar Hildur Leifsdóttir hdl., Jón Örn Árnason hdl. og Peter Dalmay hdl.
Þá starfa Gestur Jónsson, sem gekk úr eigendahópi stofunnar um áramótin 2018-2019 og Ragnar H. Hall, sem gekk úr eigendahópi stofunnar um áramótin 2013-2014 sem lögfræðilegir ráðgjafar á vegum stofunnar.

Framkvæmdastjóri Markarinnar lögmannsstofu er Helena Erlingsdóttir og aðstoðarmaður lögmanna er Anna Kristín Gústavsdóttir.

Meðal viðskiptavina Markarinnar lögmannsstofu eru fjölmörg fyrirtæki, innlend sem erlend, stór og smá, opinberar stofnanir og einstaklingar. Eigendur og löglærðir fulltrúar Markarinnar lögmannsstofu hafa mjög fjölþætta reynslu af lögmannsstörfum og lögfræðilegri ráðgjöf og veita viðskiptamönnum, innlendum sem erlendum, hverskyns lögfræði- eða lögmannsþjónustu sem þeir kunna að þurfa á að halda.

Mörkin lögmannsstofa á aðild að alþjóðlegum samtökum lögmannsstofa, SCG Legal. Með því getur Mörkin lögmannsstofa tryggt viðskiptavinum
sínum aðgang að framúrskarandi lögmannsþjónustu um heim allan.

Chambers Europe Ranked
framúrskrandi fyrirtæki 2024

 Suðurlandsbraut 4,
108 Reykjavík

 Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík